Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

category-iconOrkumál

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?

Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?

Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hundar skyldir bjarndýrum?

Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?

Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að borða háhyrninga?

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega. Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á ameríska og evrópska vísundinum?

Flestir dýrafræðingar telja ameríska og evrópska vísundinn vera sitt hvora tegundina. Sá ameríski nefnist Bison bison en sá evrópski Bison bonasus. Tegundirnar eiga sameiginlegan forföður en hafa verið aðskildar í langan tíma. Amerískir og evrópskir vísundar geta átt saman frjó afkvæmi og þess vegna telja sumir...

category-iconBókmenntir og listir

Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?

Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?

Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

category-iconLögfræði

Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?

Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?

Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er mp3?

the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss. Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?. MP3 var ...

category-iconEfnafræði

Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?

Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“ Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á...

Fleiri niðurstöður